Félagið var stofnað árið 1962 og endurstofnað árið 1969. Ekki hafa fundist nein gögn frá stofnun SJÓVE frá árinu 1962.
Stofnfundur Fimmtudaginn 15.02.1969.
Komu nokkrir menn saman kl 20.30 í kaffistofu vélsmiðjunnar ,Völundur h/f, til endurstofnunar, Sjóstangaveiðifélags Vm.
Félagsskapur þessi var stofnaður hér í Vm fyrir nokkrum árum hefur legið niðri um alllangt skeið, og þótti nokkrum áhugasömum orðið timabært að endurstofna félagið. Þeir sem að stofnun félagsinns standa eru eftirtaldir menn.
Sævar Sæmundsson
Tryggvi Jónasson
Sveinn Þórarinsson
Sverrir Einarsson
Sævar Ísfeld
Einar Hjartarson
Kolbeinn Sigurðsson
Tryggvi Guðmundsson
Garðar Sveinsson
Bjarni Bjarnason
Guðmundur Stefánsson
Guðni Einarsson
Þór Pálsson
Bryngeir Sigfússon
Jóhann Jónasson
Ákveðið var að félagið skyldi bera nafnið:
"SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG VESTMANNAEYJA"
Síðan fór fram stjórnarkostning og voru eftirtaldir menn kostnir í stjórn.
Sævar Sæmundsson..........Formaður
Tryggvi Jónasson........Vara formaður
Bjarni Bjarnason..........Ritari
Kolbeinn Sigurjónsson.....Gjaldkeri
Sævar Isfeld.....................Meðstjórnandi
Sveinn Þórarinsson......Endurskoðandi
Guðmundur Stefánsson...Endurskoðandi
Þá var samþykkt að gjaldkeri sér um prentun félagsskírtena.
Ákveðið var að senda að minnsta kosti eina sveit á Efrópumót stangveiðimanna sem haldið var í Keflavík 1968.
Síðan var rætt nokkuð um sjóstangaveiði.
Fundi slitið kl, 21,30.
AFSAL
Undirritað félag J.C. Vestmannaeyjar kt. 520881-0189, Heiðarvegi 7, Vestmannaeyjum, í afsali
þessu nefndur seljandi, gerir með brefi Þessu kunnugt að það selur og afsalar Sjóstangaveiðifelagi
Vestmannaeyja kt. 561190-1359, Vestmannaeyjum, í afsali þessu nefndur kaupandi,
fasteignina að Heidarvegl 7, kjallara, Vestmannaeyjum
sem skiptist nánar I stóran sal, baðherbergi, anddyri og stjórnarherbergi. Hinn seldi eignarhluti er
21,2% alls hússins.
Fasteigninni fylgir allt múr- og naglfast sem fasteigninni fylgir og fylgja ber. Þa fylgja einnig
með eigninni innanstokksmunir sem eru með eigninni.
Fasteignin er seld i því ástandi sem hún er í og sem kaupandi hefur rækilega kynnt ser og þekkir í
einu og öllu.
Kaupandi hefur staðið seljanda full skiI á kaupverði og tekur við eigninni veðbanda- og
kvaðalausri.
Skv. framansögðu lysir seljandi, kaupanda Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja, réttan og löglegan
eiganda að framangreindri fasteign með öllu sem eigninni fylgir og fylgja ber ásamt tilheyrandi
leigulóðarréttindum.
Kaupandi hefur fengið umrað fasteignarinnar.
Kaupandi greiðir þinglysingar- og stimpilgjöld afsalsins.
Risi mál út af kaupum þessum eða afsali má reka það fyrir Héraðsdómstóli Suðurlands.
Til staðfestu ritar seljandi nafn sitt undir í viðurvist votta, þá ritar kaupandi samþykki sitt fyrir
kaupunum.
Vestmannaeyjum 28. apríl 1993
F.h. Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja
Guðfinna Sveinsdóttir , Sveinn Jónsson , Elínborg Bernódusdóttir
F.h. J.C. Vestmannaeyja
Ævar Þórisson , Guðrún Erlingsdóttir , Aðalheiður Halldórsdóttir, Gylfi Sigurðsson