Fréttir

Innanfélagsmót Sjóve 2016

09.10.2016

Innanfélagsmót SJÓVE 2016

Innanfélagsmót SJÓVE  verður haldið laugardaginn 15.okt 2016

 og vonumst við að sjálfsögðu eftir þátttöku þinni.

 

Nýliðar og gestir frá öðrum sjóstangaveiðifélögum er velkomið að taka þátt í mótinu

og verða sérstök gestaverðlaun veitt.

 

DAGSKRÁ

Föstudagur 14.okt 

Kl: 20.00 Mótssetning, dregið á báta og mótsgögn afhent í félagsheimili SJÓVE að Heiðarvegi 7

 

Laugardagur 15.okt

Kl: 07.00 Lagt úr höfn frá friðarhöfn.

Kl: 10.00 Skipting kaffi og lettar veitingar.

Kl: 16.00 Veiðum hætt og stefnan tekin í land.

Kl: 16.30 Spjall og grobb á bryggjuni, kaffi og með í því.

                Lokahóf og verðlaunaafhending  verðu tilkynnt síðar

 

Skráðu þátttöku þína á forminu hér til hliðar í Skráning í mót.

Lokaskráning er á fimmtudagskvöld 13.okt kl 20.00

 

Mótsgjald er kr. 5000.- 

Lokahóf matur kr. 3000.-

Félagsmenn sem ekki geta keppt en eru til í að leggja okkur lið við mótshaldið

eru hvattir til að hafa samband við Sonju formann.

Allar nánari upplýsingar um mótið gefur stjórn SJÓVE.


Lesa meira

Aðalmót 6-7.maí 2016

01.03.2016

Opna Sjóve mótið 6.-7.maí 2016

 

Ágæti veiðifélagi.

 

Fimmtudagur 5. maí

Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve að  Heiðarvegi 7   900 Vestmannaeyjum.

 

Föstudagur 6. maí

Kl. 06.30   Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )

Kl. 07.00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju.

Kl. 15.00   Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar.

Kl. 15.30   Löndun, hressing og fjör.

Kl. 20.00   Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

 

Laugardagur 7. maí

Kl. 05.30   Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )

Kl. 06.00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju.

Kl. 14.00   Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar.

Kl. 14.30   Löndun og ennþá meira fjör.

Kl. 19.30   Lokahóf í Akóges við Hilmisgötu 15

 

 

Mótsgjald er Kr 15.000.-

 

Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur : Mótsgögn.  

Nesti báða keppnisdaga. Kaffi og eða súpa við komuna í land á Föstudag.

Einn miði á lokahóf.  Sundmiði.

 

Stakur miði á lokahóf er kr. 5000.-

 

Lokaskráning er Miðvikudaginn 27. apríl  Kl :20.00

 

Skráning. Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður

tilkynna okkur ykkar þátttöku  á heimasíðu Sjóve. www.sjove.is

 

Nánari upplýngar.

 

Stjórn Sjóve.  

Formaður.  Sonja Andrésdóttir       Sími: 862-2138

Ritari.     Hafþór Halldórsson           Sími: 849-8168

Gjaldkeri.   Ævar Þórisson                Sími:896-8803

Bestu veiðikveðjur og sjáumst sem flest á

Opna Sjóve mótinu 6.- 7. maí 2016

 
Lesa meira

Aðalfundur Sjove 2016

20.02.2016

 

Aðalfundur  Sjóve

 

Aðalfundur Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja

 verður haldinn Laugardaginn 27. febrúar nk.
og hefst hann kl 20,00

í félagsheimili Sjóve að Heiðarvegi 7.
 

Dagskrá aðalfundar.

 

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  2. Reikningsskil og samþykkt reikninga.
  3. Tillögur stjórnar um starfsemi starfsársins, fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Kosning tveggja endurskoðenda reikninga.
  7. Önnur mál.

 

Ágæti félagsmaður á aðalfundinum verður kynnt starfsemi ársins 2016.

 

Innanfélagsmót 21.maí

Landsmót 6-7 maí

Bryggjumót unglinga.

Umsjón með körum á Vigtartorgi.

Strandmót suður á eyju ( fjölskylduferð)

Fjörumót á landeyjarsandi.

Lokahóf ársinns.

 

.

 

Lesa meira

Lokahóf Sjól 2015

08.08.2015

 Lokahóf SJÓL 2015 - Stefnt er að því að lokahóf vegna sumarsins 2015 fari fram laugardaginn 31. október 2015 í Reykjavík. Formannafundur aðildarfélaganna verður haldinn þennan dag og er stefnt að því að hann verði opinn. Þetta er nýung en hingað til hafa lokahóf Sjól verið hluti af lokahófi síðasta móts sumarsins. Sérstök nefnd sem skipuð er fulltrúum aðildarfélaganna mun vinna að framkvæmd hófsins. Þarna verða veitt verðlaun fyrir íslandsmeistara ársins auk ýmissa annarra uppákoma. Vonast er til að þetta hljóti góðar undirtektir sjóstangaveiðimanna og verði góð skemmtun eftir gott veiðisumar.Nánari fréttir nú í ágúst. Stefán B.

Lesa meira

Skráning í mót

Myndir


Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012